05.09.1919
Neðri deild: 56. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 2047 í B-deild Alþingistíðinda. (2200)

141. mál, yfirsetukvennalög

Sigurður Stefánsson:

Það er síður en svo, að jeg sje á móti hækkun á launum til yfirsetukvenna, en tek undir það með hæstv. forsætisráðherra, að jeg tel fullhátt að ákveða meira en 1/3 af þeim úr landssjóði. Eins og kunnugt er, hafa margar sýslur goldið yfirsetukonum dýrtíðaruppbót, og mundu þær því ekki verða ófúsari á að hækka launin nokkuð. Jeg álít því óþarfa að ljetta svo mikið af sýslusjóðum, að helmingur launanna greiðist úr landssjóði, eins og nefndin leggur til en tel till. hæstv. forsætisráðh. (J. M.) heppilegri, um 1/3 . Því jeg álít nefnilega, að sýslusjóðirnir eigi ekki að græða á þessum lögum. Miklu fremur væri eðlilegt, að útgjöld þeirra yxu nokkuð við þau.