05.09.1919
Neðri deild: 56. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 2051 í B-deild Alþingistíðinda. (2204)

141. mál, yfirsetukvennalög

Frsm. (Magnús Pjetursson):

Það var rjett hjá hv. þm. V.-Sk. (G. Sv.), að það stappar nærri á lágmarkslaununum, að hækkunin ferfaldi þau. En hámarkslaunin gera ekki nema tvöfaldast. Svo hafa yfirsetukvennalaunin altaf verið ófyrirgefanlega lág og ekki saman berandi við nokkur embættismannalaun önnur. Ef þau ætti að bera saman við nokkur laun önnur, þá væri það helst vinnukonulaun Svo er heldur ekki gert ráð fyrir neinni dýrtíðaruppbót ef launin hækka. En þótt dýrtíðin eigi að vera úti 1925, að sumra dómi, geti jeg ekki ráð fyrir, að kaupgjald lækki hið minsta á þeim tíma, og þótt lengra sje talið.