12.09.1919
Neðri deild: 62. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 2070 í B-deild Alþingistíðinda. (2235)

152. mál, vörutollur

Fjármálaráðherra (S. E.):

Jeg hefi litlu að bæta við ræðu hv. frsm. (M. G.). Drög þau, er liggja til þessa frv. eru kunn, og er óþarfi að fara nánar út í það. Jeg vil taka í sama streng og hv. frsm. (M. G.), að hættulegt væri, ef breyting sú á vörutollinum væri samþ., sem farið er fram á í Ed. Jeg held, að þá yrði sífelt tog milli vöruflokkanna, og álít jeg þessa leið rjettari. Hv. deild hefir áður tekið vel tekjuaukafrv. og hefir skilið þörfina, og jeg þykist vita, að svo muni enn.