15.09.1919
Efri deild: 56. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 2074 í B-deild Alþingistíðinda. (2254)

154. mál, ullarmat

Kristinn Daníelsson:

Við 1. umr. var ekkert talað um þetta mál, og jeg kynni illa við, að það færi í gegnum tvær umr. án þess að orð væri sagt um það. — Launamálanefndinni þótti einsætt, að hækka bæri laun ráðherra, en vildi síður taka þá upp í launafrv., og varð niðurstaðan sú, að málið skyldi afgreitt í því formi, sem það nú liggur fyrir í. Jeg vil þó taka fram, að það getur tæpast borið sig, að þeir fái ekki hærri laun en tiltekin eru í frv. 10 þús. kr. án dýrtíðaruppbótar eru í raun og veru ekki meira nú en 4 þús. kr. voru fyrir stríðið, og geri jeg ráð fyrir, að engum hafi þá þótt 4 þús. kr. hæfileg ráðherralaun. Sama get jeg sagt um risnufje forsætisráðherra; það er óhæfilega lágt. Jeg læt þessa getið nú við þessa umr., svo menn hugsi sig frekar um áður en málið verður afgreitt úr deildinni.