22.09.1919
Neðri deild: 70. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 2120 í B-deild Alþingistíðinda. (2319)

135. mál, húsagerð ríkisins

Forsætisráðherra (J. M.):

Jeg verð að segja líkt og hv. þm. Stranda (M. P.), að ef þessi fyrri liður brtt. verður ekki samþyktur, þá er miklu betra, að alt verði felt. Jeg þykist viss um, að bærinn álíti sig ekki hafa neina sjerstaka skyldu til að leggja fram meira að tiltölu en aðrir. En ef Reykjavíkurbúar eru 1/6 hluti þjóðarinnar, þá borga þeir talsvert í ríkissjóð, og það ekki hvað minst tekið frá þeim, sem fram verður lagt. Þeir, sem ekki vilja hindra framgang þessa máls, verða að samþykkja frv. án þessarar brtt.

Það er rjett, að komist hafi til tals milli Landsbankastjórnar og landssímastjórnar, að þessar stofnanir sameinuðu sig um að byggja upp gamla Landsbankann. Væri það mjög æskilegt. En mjer er ekki kunnugt um, hve langt samningum er komið.