22.09.1919
Neðri deild: 70. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 2123 í B-deild Alþingistíðinda. (2323)

135. mál, húsagerð ríkisins

Forsætisráðherra (J. M.):

Út af áskorun fjárveitinganefndar um að hraða byggingu landsspítalans sem mest held jeg að megi segja það, að ráðuneytinu er það mikið áhugamál. Eins mundi ekki standa á stjórninni, ef samningar gætu tekist milli landssímastjórnar og Landsbankastjórnar, að láta bankarústirnar með sanngjörnu verði. Gætu að eins samningar tekist, mundi ráðuneytinu þykja það mjög gott.