15.09.1919
Neðri deild: 64. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 2145 í B-deild Alþingistíðinda. (2349)

153. mál, aðflutningsgjald af kolum

Pjetur Jónsson:

Jeg hefi nýlega talað við forstjóra landsverslunarinnar um hver ársumsetningin verði á kolunum, miðað við hið háa verð, sem nú er á þeim. Og hann gerði ráð fyrir, að varla væri hægt að búast við meiru en 20–30 þús. tonnum af kolum á ári. Botnvörpungar fá mikið af sínum kolum utan landsverslunarinnar, og það munar afarmikið um það, sem þannig dregst frá. Þetta vildi jeg taka fram til bendingar.