17.09.1919
Neðri deild: 66. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 2147 í B-deild Alþingistíðinda. (2353)

153. mál, aðflutningsgjald af kolum

Fjármálaráðherra (S. E.):

Jeg sje ekki heldur ástæðu til að tala mikið um þetta mál. Að eins vil jeg mæla með því að frv. verði samþ. óbreytt. Það hefir verið bent á það áður, að þetta gjald mun ekki koma eins þungt niður á botnvörpungum og ýmsir hafa haldið fram, þar sem þeir flytja svo mikið að af kolum þeim, sem þeir nota. Jeg býst ekki við, að þeir myndu nota meira af þessum kolum en 500 tons. og gjaldið því ekki nema 7500 af þeim.