31.07.1919
Neðri deild: 22. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 2179 í B-deild Alþingistíðinda. (2431)

102. mál, atvinnulöggjöf o. fl.

Frsm. (Einar Arnórsson):

Háttv. þm. Dala. (B. J.) spurði að því, hvers vegna nefndin hefði ekki tekið út úr frv. ákvæði um búsetu fastakaupmanna. Það má spyrja hann að hinu sama. Hvers vegna gerði hann það ekki? Hann átti jafnan aðgang að gögnum, sem þar að lúta, sem nefndin.

Þá sagði þm., að nefndin hefði átt að, vitna í heimild sína fyrir því, að frv. hans hefði verið ljelega úr garði ger, og sú heimild hefði verið ræðan, sem hann flutti fyrir frv. á dögunum. En nefndin þurfti ekki að seilast til ræðunnar Hún hafði frv. fyrir sjer, og það var besta heimildin.