04.08.1919
Efri deild: 21. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 2214 í B-deild Alþingistíðinda. (2478)

92. mál, Landsbanki Íslands, útibú í Stykkishólmi

Frsm. (Halldór Steinsson):

Eins og sjest á nefndarálitinu, þá hefir fjárhagsnefndin lagt til, að till. þessi verði samþykt, og jeg sje ekki ástæðu til að færa frekari gögn fyrir rjettmæti hennar en jeg gerði við fyrri umr. um daginn. Þó skal jeg taka það fram, að stjórnir Landsbankans og Íslandsbanka eru samdóma um að telja þennan stað, eða einhvern annan stað við Breiðafjörð, einhvern besta stað fyrir útbú nú, og þann stað, er bæri að taka fram yfir aðra staði, þegar mest verður komið á fót útibúi, en það verður gert er hagur þeirra batnar. Jeg vænti því, að till. fái góðan byr hjá hæstv. deild.