20.08.1919
Neðri deild: 40. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 2234 í B-deild Alþingistíðinda. (2509)

120. mál, eyðing refa

Frsm. (Jón Jónsson):

Jeg skal ekki vera margorður. Það er ýmislegt ófullkomið og úrelt í reglugerðum sýslnanna víða á landinu, er nú gilda um eyðing refa. Sjerstaklega er ætluð óhæfilega lág borgun fyrir legu á grenjum, og lág verðlaun fyrir fullorðin dýr og yrðlinga, og engin ákvæði um verðlaun fyrir að vinna refi á öðrum tímum en grenjavinslutímanum, er vakið gæti kapp og áhuga manna á vinslu refa og útrýmingu. Þessu þarf að koma í betra horf, og ætti tillagan að verða til hvatningar og umbóta, enda veitir ekki af því.

Það hefir komið brtt. frá nokkrum þm., og þarf ekki að fjölyrða um hana. Mjer finst ekki líklegt, að hún verði samþykt, eftir þeirri atkvgr., sem hjer fór fram áðan, um frv., er bannar refaeldi, og vona jeg, að till. verði tekin aftur, eða feld að öðrum kosti.