26.08.1919
Efri deild: 40. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 2244 í B-deild Alþingistíðinda. (2531)

122. mál, bætur vegna tjóns af Kötlugosinu

Fjármálaráðherra (S. E.):

Jeg ímynda mjer, að ekki þurfi langt mál til þess að mæla með þessari till.; öllum mönnum er svo kunnugt, hve hjeruð þessi hafa verið um málið, eins og ritlingi sýslumannsins í Skaftafellssýslu, sem nýlega hefir verið gefinn út á landssjóðs kostnað, og öðrum gögnum. Sum hjeruðin eru nú illa stödd, og sumir bændur, sem áður voru efnamenn, eru nú eignalausir; má þar nefna Jóhannes Guðmundsson á Söndum, sem bjó á hólma í miðju Kúðafljóti, alkunnan dugnaðarmann, sem mörgum hefir hjálpað yfir fljótið.

Þessi hjálp er sú minsta, sem landssjóður getur veitt; vænti jeg þess vegna, að till. verði samþykt í einu hljóði.