26.08.1919
Efri deild: 40. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 2245 í B-deild Alþingistíðinda. (2533)

122. mál, bætur vegna tjóns af Kötlugosinu

Fjármálaráðherra, (S. E.):

Það má vel vera rjett, sem háttv. 1. þm. Rang. (E. P.) segir um ástandið í Rangárvallasýslu, enda hefi jeg heyrt lýsingu þaðan í sömu átt.

Mjer skildist á sumum hjer, að þeir hneyksluðust á því í orðum mínum áðan, er jeg sagði, að bóndinn á Söndum ætti heima í miðju Kúðafljóti. En þetta er alveg rjett, jörðin liggur sem sje í miðju fljótinu.