15.08.1919
Neðri deild: 36. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 2263 í B-deild Alþingistíðinda. (2551)

123. mál, landsreikningarnir 1916 og 1917

Frsm. (Magnús Guðmundsson):

Jeg ætlaði að eins að taka það fram, að það var rjett, sem hv. þm. V.-Sk. (G. Sv.) hjelt fram í aths. sinni.

Af því hv. þm. V.-Ísf. (M. Ó.) tók fram, að rjettara væri að færa landsreikninginn á annan hátt en gert er, vil jeg benda honum á, að slík aðferð hefir aldrei verið notuð. (M. Ó.: Af því landsreikningar hafa aldrei verið færðir á rjettan hátt). Það getur verið skoðun hv. þm. (M.-Ó.), en af hverju hefir hann ekki gert athugasemdir um það fyr? (M. Ó.; Hefi gert það). Nei, hann hefir ekki gert það, og hv. 1. þm. Reykv. (J. B.) virðist heldur ekki vera vel inni í þessari nýju „theoriu“, því að hann hristir höfuðið yfir þessari nýju uppgötvun kollega síns, og ætti það að vera nægur dómur yfir henni.