17.09.1919
Neðri deild: 66. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 2336 í B-deild Alþingistíðinda. (2638)

163. mál, rannsókn skattamála

Pjetur Ottesen:

Jeg þarf eiginlega ekki að standa upp, því hv. þm. Stranda. (M. P.) hefir eiginlega tekið af mjer ómakið. Það var aldrei ætlun mín, fremur en hans, að með till. þessari ætti að fara að benda á neinar ákveðnar stefnur í skattamálum; það, sem hv. 2. þm. N.-M. (Þorst. J.) kann að hafa sagt um það, hefir hann því sagt frá eigin brjósti, en ekkert umboð hefir hann haft til þess að lýsa neinu yfir um það frá flm. En jeg vildi að eins með till. stuðla að því, að stjórnin ljeti ekki undir höfuð leggjast að taka þetta mál fyrir sem fyrst.

Eins er jeg hv. þm. Stranda. (M. P.) og hæstv. fjármálaráðh. (S. E.) sammála um það, að óþarfi sje að senda menn utan því tollstefnurnar í nágrannalöndunum er hægt að tileinka sjer á annan og kostnaðarminni hátt, og milliþinganefnd hafði mjer aldrei dottið í hug að sett yrði í málið.