17.09.1919
Neðri deild: 66. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 2338 í B-deild Alþingistíðinda. (2642)

163. mál, rannsókn skattamála

Þórarinn Jónsson:

Mjer virðist, eins og fram er komið, till óþörf, því stjórnin hefir áður lýst yfir því, að hún ætli að gera þetta. Hins vegar er meinlaust, þó till. verði samþ. En jeg greiði ekki atkv. með henni nema með því skilorði, að stjórnin fari ekki að eyða fje í sendiferðir til útlanda sem eru óþarfar og að eins koma til að hafa kostnað í för með sjer.