17.09.1919
Neðri deild: 66. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 2409 í B-deild Alþingistíðinda. (2682)

79. mál, lögnám á umráðum og notarétti vatnsorku allrar í Sogni

Bjarni Jónsson:

Mjer þykir vænt um að heyra það, að ræður manna hníga að því að samþykkja brtt. mína, því að þá falla allir agnúar burtu. Stjórnin getur þá farið með málið eftir því, sem henni þykir best við eiga. Og með því að þetta er mjög einfalt mál, ætti mönnum ekki að vaxa í augum að samþykkja þessa till.

Háttv. 1. þm. Reykv. (J. B.) sagði, að jeg hefði sneitt að sjer í ummælum mínum um atkvæðagreiðsluna í gær. Það er rjett. En jeg skal lýsa yfir því, að jeg taldi þetta ekki ásetning, heldur fullkominn skort á skilningi á eðli málsins, sem þeim þm. (J. B.) er oft laginn.