20.09.1919
Neðri deild: 69. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 2433 í B-deild Alþingistíðinda. (2696)

79. mál, lögnám á umráðum og notarétti vatnsorku allrar í Sogni

Fjármálaráðherra (S. E.):

Þetta eru ekki annað en grýlur hjá háttv. frsm. (G. Sv.), að svo mikinn undirbúning þurfi, svo framarlega sem menn eru sannfærðir um það, að landið eigi að taka fossana í sínar hendur. Dráttur í þessu máli mundi gera landinu þetta margfalt dýrara Og því á þá að bíða. Ef fossarnir eru teknir nú, þá getur varla þurft að gefa stórmikið fje fyrir þá.

Jeg er sjálfur kunnugur einum manni, sem á mikið af þeim löndum, sem að fossunum liggja, og veit jeg, að hann muni fús á að selja sinn hluta. (G. Sv.: Fyrir hvað?). Það er mjer ekki kunnugt um. Annars þykist jeg ekki þurfa að svara stóryrðum hv. frsm. (G. Sv.).