23.09.1919
Neðri deild: 71. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 2459 í B-deild Alþingistíðinda. (2709)

79. mál, lögnám á umráðum og notarétti vatnsorku allrar í Sogni

Benedikt Sveinsson:

Jeg hygg ekkert það felast í till., sem bendi í þá átt, að þetta mál eigi að verða dómstólamál, og tel ástæðulaust að óttast, að svo verði. Aðalatriðið er, að bærinn fái fljótan úrskurð um, hvort hann eigi að fá Sogið eða ekki.

Hv. þm. S.-Þ. (P. J.) hjelt, að þjóðinni mundi finnast sjer það ofvaxið að ráðast í virkjun Sogsfossanna. En það lýsir töluverðu vantrausti á þjóðinni, ef henni er ekki trúandi til að leggja út í það gróðafyrirtæki, sem þetta sannanlega er. Og þar sem þm. (P. J.) sagði, að hann væri í „principinu“ með till., vona jeg, að hann hætti nú að ,,fungera“ hjer sem talsmaður fossafjelagsins „Íslands“, heldur greiði till. atkvæði sitt sem þm. S.-Þ.