26.09.1919
Efri deild: 66. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 2466 í B-deild Alþingistíðinda. (2725)

79. mál, lögnám á umráðum og notarétti vatnsorku allrar í Sogni

Fjármálaráðherra (S. E.):

Jeg vil taka það fram, að jeg er samþykkur skoðun hæstv. forsætisráðh. (J. M.) um eignarrjettinn. En þrátt fyrir það má með sjerleyfislögum tryggja landinu víðtækan rjett yfir fossunum. Að því er „Íslands“-fjelagið snertir, þá hefir það farið fram á að fá sjerleyfisrjett fyrir sig yfir Soginu, en jeg tel víst, að landið, með því að ná tökum á fossunum, ætli sjer annað með því.