26.09.1919
Efri deild: 66. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 2467 í B-deild Alþingistíðinda. (2727)

79. mál, lögnám á umráðum og notarétti vatnsorku allrar í Sogni

Sigurjón Friðjónsson:

Hv. frsm. (K. D.) taldi rjett, að flýtt væri sem mest fyrir, að stjórnin næði yfirráðum yfir vatnsorku Sogsfossanna.

Jeg hygg, að hjer sje byrjað á öfuga endanum, og hitt hefði fyrst átt að gera, að tryggja stjórninni sem mest yfirráð með sjerleyfislögum eða öðrum heppilegum lögum. Aðstaða stjórnarinnar getur ekki versnað, en hún getur batnað, ef þingið samþykkir lög um þetta efni

Líklega er það af mismunandi skilningi á þessu atriði, sem oss hv. frsm. (K. D.) greinir á. Jeg vil skapa stjórninni betri aðstöðu áður en hún gerir nokkuð í málinu, en hann vill drífa það af sem fyrst.