23.09.1919
Efri deild: 63. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 2496 í B-deild Alþingistíðinda. (2755)

158. mál, réttur ríkisins til vatnsorku í almenningum

Kristinn Daníelsson:

Það hafa svo margir tekið til máls móti till., að það virðist útsjeð um forlög hennar.

Hv. 1. þm. Rang. (E. P.) og fleiri hafa talað um, að þingið væri ekki sjálfu sjer samkvæmt, ef það samþykti till. En það er rangt, því till. þessi kemur ekkert við deilunni um eignarrjett á vatnsafli, þar sem einstaklingar eiga land að vötnum. Um þessa till. hafa allir nefndarmenn verið sammála. Jeg veit ekki betur en að sá maður, sem mest hefir barist móti þeirri skoðun, að ríkið eigi öll vatnsrjettindi, hafi verið þessari till. samþykkur.

Hjer er um vatnsföll að ræða, sem enginn á lönd að. Það er sjálfsagt, að stjórnin komi í veg fyrir það, að verið sje að gera sölusamninga um rjettindi, sem ríkið eitt á að allra dómi. Það gæti því valdið óhappamisskilningi og gefið ranga hugmynd um tilgang Alþingis, ef till. væri feld.