26.09.1919
Efri deild: 67. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 2499 í B-deild Alþingistíðinda. (2763)

158. mál, réttur ríkisins til vatnsorku í almenningum

Frsm. (Karl Einarsson):

Þetta er fullkominn misskilningur hjá hv. 2. þm. Húnv. (G. Ó.), því eins og ljóslega kom fram hjá mjer, þá eru þær afrjettir, er sveitarfjelög hafa keypt af jörð, eða jörð, sem þau hafa keypt og lagt undir afrjettir, undanþegin þessu. Hjer er að ræða um þær afrjettir, sem engir hafa átt áður.