27.09.1919
Sameinað þing: 4. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 2501 í B-deild Alþingistíðinda. (2770)

158. mál, réttur ríkisins til vatnsorku í almenningum

Forsætisráðherra (J. M.):

Jeg vil benda á, að enn er ekki tekið fyrir þann skilning, sem efri deild vildi forðast, ef brtt. verður samþykt. Landsstjórnin hefir stundum selt eða afsalað sveitarfjelögum til fullrar eignar afrjettir; einnig hafa partar af jörðum verið seldir sveitarfjelögum og lagðir við afrjettir. Afrjettir, sem svo eru til komnar, eru ekki undanteknar í brtt.