27.09.1919
Sameinað þing: 4. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 2501 í B-deild Alþingistíðinda. (2771)

158. mál, réttur ríkisins til vatnsorku í almenningum

Bjarni Jónsson:

Ef landsstjórnin hefir afsalað einhverju sveitarfjelagi afrjetti með öllum rjettindum, eða sveitarfjelögin keypt parta af jörðum og lagt við afrjetti, ber landsstjórninni auðvitað per analogiam ekki að leita eftir vatnsrjettindum þar, þó brtt. yrði samþ., frekar en á eignarjörðum manna. En landsstjórnin verður að hyggja vel eftir, hvort afrjettarlönd hafi verið afsöluð með öllum rjettindum, eða að eins einstök rjettindi hafi verið innifalin í sölunni. Jeg get tilfært t. d. sölu á afrjettarlandi upp með Hvítárvatni til Biskupstungnahrepps árið 1850.

Söluverðið, 80 ríkisdalir, sýnir, að hjer hafa að eins verið seld beitarrjettindi. Upprekstrargjaldið var áður 4 rd. Það hefir því verið „kapitaliserað“ með 5%. Þetta verður stjórnin vandlega að athuga, hversu víðtæk rjettindi hafa verið af hendi látin.