27.09.1919
Sameinað þing: 4. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 2504 í B-deild Alþingistíðinda. (2776)

158. mál, réttur ríkisins til vatnsorku í almenningum

Forsætisráðherra (J. M.):

Jeg býst við, að yfirlýsing hæstv. atvinnumálaráðh. (S. J.) nægi hv. þm. Dala. (B. J.) Jeg hygg, að það komi í sama stað niður, hvort brtt. verður samþ. eða ekki. Tilætlun beggja deilda er að tryggja ríkinu vatnsrjettindi í almenningum og afrjettum, sem ekki geta talist eign einstakra manna eða sveitarfjelaga, og því verða að álítast eign ríkisins, og rifta þeim samningum, sem kunna að hafa verið gerðir í bága við rjett landsins. Þetta er mergurinn málsins. Það er sama, hvort brtt. er samþ. eða till. óbreytt. Þar sem vilji þings og stjórnar fellur saman, eins og hjer, þarf ekki að hræðast þetta orðalag eða hitt, jafnvel þó hv. þm. sje það kunnugt, að jeg geri nauðalítið úr gildi þingályktunartillagna.