08.07.1919
Efri deild: 4. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 2506 í B-deild Alþingistíðinda. (2785)

47. mál, stjórnarskrármálið

Fjármálaráðherra (S. E.):

Hjer er um nefndarskipun í stórmáli að ræða, og væri því liðlegt af forseta að verða við óskum hv. þm. Vestm. (K. E.) um frest, þar eð fresturinn yrði ekki til neinnar tafar á störfum þingsins.