07.07.1919
Neðri deild: 2. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 26 í B-deild Alþingistíðinda. (2825)

Stjórnarfrumvörp lögð fram

Atvinnumálaráðherra (S. J.):

Jeg vil leyfa mjer að leggja fyrir háttv. deild eftirfylgjandi 8 frumvörp til laga:

1. Frv. til laga um landamerki o. fl.

2. — til laga um breyting á lögum nr.

66, 10. nóv. 1905, um heimild til

að stofna hlutafjelagsbanka á Íslandi.

3. Frv. til laga um seðlaútgáfurjett Landsbanka Íslands.

4. — til laga um breyting á lögum um stofnun landsbanka, 18. sept. 1885. m. m.

5. — til laga um mat á saltkjöti til útflutnings.

6. — til laga um heimild fyrir landsstjórnina til að leyfa Íslandsbanka að auka seðlaupphæð þá er bankinn má gefa út samkvæmt 4. gr. laga nr. 66, 10. nóv. 1905.

7. — til laga um viðauka við lög nr. 24, 12. september 1917, um húsaleigu í Reykjavík.

8. — til laga um heimild fyrir ríkisstjórnina til að taka í sínar hendur alla sölu á hrossum til útlanda, svo og útflutning þeirra.

Við 1. umr. mun sjálfsagt tækifæri til að gera dálítið nánari grein fyrir hverju þesara frv. fyrir sig, og læt jeg það bíða.