18.07.1919
Neðri deild: 10. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 16 í C-deild Alþingistíðinda. (2847)

22. mál, sameining Dalasýslu og Strandasýslu

Bjarni Jónsson:

Jeg get ekki gert ráð fyrir miklum sparnaði, þótt eitt embætti sje lagt niður. Jeg býst helst við, að slíkt sje sagt í gamni. Jeg fæ ekki heldur sjeð, hvað gott er við það að breyta fornri hjeraðaskipun og skaprauna með því góðum mönnum, að eins til þess að spara laun eins manns.

Viðvíkjandi því, hvar sýslumaðurinn mundi sitja, þá er það nokkum veginn víst, að það gæti ekki orðið í Dalasýslu. Eins og menn vita, þá hafa Ísinn hefir leyfi til að gefa út svo mikið af seðlum, sem viðskiftaþörfin krefur. En þetta leyfi er tímabundið, og hægt að afturkalla, ef ástæða þykir til. En auk þessa 30 ára rjettar bankans til að gefa út 2½ miljón króna í seðlum, þá var bankanum þegar í upphafi veittur rjettur í jafnlangan tíma til að hindra það, að landssjóður, eða nokkur önnur stofnun í landinu, mætti gefa út seðla, að undanteknum seðlum Landsbankans, sem jeg hefi áður nefnt. Á hinum síðari árum hafa komið fram raddir um það, að þetta fyrirkomulag væri óviðunandi og að nauðsyn bæri til að gera tilraun til að fá þessu breytt. En vitanlegt var það, að slíkt gat ekki komið til mála, nema með góðu samkomulagi við Íslandsbanka.

Því var það, að síðastliðinn vetur skipaði landsstjórnin 3 menn í nefnd til að leita fyrir sjer um það við Íslandsbanka, hvort, og með hverjum kjörum, hann vildi láta af hendi seðlaútgáfurjett sinn, eða þá hindrunarrjettinn. Á skýrslu þeirri frá samninganefndinni, er þingmenn hafa fengið og fylgt hefir þessu frv., sjest það, að bankinn hefir verið fús á að taka upp samninga um málið, og að bankinn hefir gert kost á því að láta af hendi hvort heldur sem væri allan seðlaútgáfurjettinn, eða þá hindrunarrjettinn eingöngu. Skilyrði fylgdu þessu þó af bankans hálfu, sem búast mátti við.

Um afhending alls seðlaútgáfurjettarins þarf ekki að tala að svo komnu, af því að sú hlið málsins liggur hjer ekki fyrir. Frv. þetta, sem hjer er til umr., byggist eingöngu á uppgjöf hindrunarrjettarins, og skilyrðin, sem bankinn setur, eru í 5 liðum.

Þegar nú komið er að því, að háttv. Alþingi kveði upp dóm um það, hvort rjett sje að ganga að þessu frv., þá verða háttv. þm. að gera það upp við sjálfa sig og dómgreind sína, hvort þessi skilyrði, sem sett eru, sjeu þannig vaxin, að þau geri frv. aðgengilegt eða ekki. Meiri hluti fjárhagsnefndar játar það fúslega og kinnroðalaust, að allmikið brestur á þekkingu hans á bankamálum; en ekki getur hann dulist þess, að því meira sem hann kynnir sjer og rannsakar þetta mál, þess óaðgengilegri virðast honum skilmálarnir, og þá eðlilega frv. líka.

Í þessu sambandi vil jeg geta þess, að það er langt frá því, að meiri hlutinn áfellist þá nefnd, sem hefir haft með höndum samningana við Íslandsbanka, þótt hún kæmist ekki að betri kjörum. Þvert á móti vill hann láta þess getið, að nefndin mun hafa gert alt, sem hægt var, til að fá aðgengilega samninga.

Þegar ræða er um þá skilmála, sem settir eru fyrir eftirgjöf hindrunarrjettarins, þá get jeg, hvað ástæður meiri hlutans snertir, í rauninni látið mjer nægja að vísa til nefndarálitsins á þgskj. 330. Þó skal jeg leyfa mjer að drepa á nokkur atriði.

Um fyrsta skilyrðið, árgjald bankans til ríkissjóðs, er það að segja, að naumast orkar tvímælis, að það sje peningalegt tjón fyrir ríkissjóð; að vísu skiftir það út af fyrir sig ekki máli, ef vissa væri fyrir því, að Landsbankinn græddi sem því svaraði á aukinni seðlaútgáfu, því þá væri hægt að skattleggja hann svo, að ríkissjóður yrði skaðlaus. En nú er ekki þess að dyljast, að meiri hlutinn er í mjög miklum vafa um það, að útgáfan verði Landsbankanum gróðavegur, eins og nú er ástatt. Liggja til þess m. a. þau rök, að Landsbankinn myndi þurfa að kosta afarmiklu fje til prentunar seðlanna.

Í öðru lagi get jeg búist við, að það geti orðið allerfitt Landsbankanum að útvega það gull, er þarf til tryggingar seðlunum, og í þriðja lagi er alt viðskiftalíf út á við nú svo óvenju ískyggilegt og ótrygt.

Það kann nú að vera, að einhver segi, að þessi fjárhagshlið málsins sje ekki neitt aðalatriði. Það sje ekkert aðalatriði, hvort Landsbankinn eða ríkissjóður tapi einhverju peningalega, ef óbeini hagurinn er því meiri. En meiri hluti nefndarinnar getur alls ekki sjeð, að það geti verið um neinn verulegan óbeinan hag að ræða heldur.

Þá er annað skilyrðið. Það er yfirfærslurjetturinn. Landsbankinn hefir haft hann, og hefir hann nú hjá Íslandsbanka. En eftir frv. er þessu öllu snúið við, þannig, að Landsbankinn er nú skyldur til þess að færa á milli fjárhæðir fyrir Íslandsbanka endurgjaldslaust, „eftir því sem inneign hans leyfir“, segir í frv. Það kann nú einhverjum að virðast, að þetta ákvæði, „eftir því sem inneign hans leyfir“, geri það að verkum, að Landsbankanum sje yfirfærslan skaðlaus. En þegar betur er skoðað, þá er þetta ákvæði haldlaust fyrir Landsbankann. Því að þegar Landsbankinn er búinn að taka við seðlaútgáfurjettinum, verður hann að skoðast sem aðalbankinn, og hans hlutverk er þá að halda uppi fjárhagslegu áliti landsins út á við, og það getur hann gert með því móti, að eiga að jafnaði inni í erlendum bönkum. Ef hann á það ekki, þá hlyti að reka að því, að hann yrði að taka lán og með því rýra álit sitt og ríkisins, auk þess sem það gæti haft í för með sjer verðfall á íslenskum peningum. Náttúrlega getur vel komið fyrir, að Landsbankanum geri þetta ekki til, en þó er það svo, að þetta gæti komið í veg fyrir viðskifti, sem hann hefði getað hagnast á. Jeg tek dæmi, Landsbankinn á inni í Kaupmannahöfn 200 þús. kr., og Íslandsbanki óskar að fá það yfirfært hingað. Landsbankinn getur ekki neitað, jafnvel þótt hann þyrfti sjálfur á fjenu að halda á næstunni. En þó svo ekki væri, þá getur annað komið fyrir. Setjum svo, að einhver maður komi næsta dag til bankans og biðji hann að greiða þessa upphæð fyrir sig í Kaupmannahöfn. Bankinn verður þá annaðhvort að taka lán eða neita manninum, og tapar þannig þeim hagnaði, sem hann gæti haft af því að selja honum þetta fje. Það gæti orðið álitleg fúlga, sem Landsbankinn færi þannig á mis við, þar sem það mun venjulegt, að bankarnir taki fyrir þesskonar viðskiftayfirfærslur.

Í sambandi við þetta skilyrði er það atriði, að Íslandsbanki megi leggja sína seðla inn í Landsbankann á 3%. Þetta skilyrði er í rauninni dálítið óeðlilegt, og meiri hluti nefndarinnar hefir einmitt leitað sjer upplýsinga um þetta atriði hjá fróðum mönnum. Hefir þeim borið saman um það, að þetta þekkist ekki annarsstaðar, þar sem fleiri bankar hafa seðlaútgáfurjett í sama landi.

Þá er þriðja atriðið, að Íslandsbanki hefir rjett til þess að auka hlutafje sitt eftir því sem þörf krefur. Þessi hlutafjáraukning er mjög varhugaverð í augum meiri hlutans, og eitthvert óaðgengilegasta skilyrðið. Með því er Íslandsbanka gefin heimild til að auka hlutafje sitt svo miljónum skiftir. Hver áhrif það getur haft á hag Landsbankans, sem aðalseðlabanka, getur engum dulist, sem til þekkir. En jeg sleppi að fara lengra út í það nú. Getur vel verið, að til þess gefist ástæða seinna.

Þá er fjórða skilyrðið, að bankaráð Íslandsbanka sje alt kosið af hluthöfum. Nú er það svo, að 3 bankaráðsmenn eru kosnir af Alþingi, 3 af hluthöfum og oddamaður er ráðherra sjálfkjörinn. Það hafa margir litið svo á hingað til, að þetta bankaráð væri ekki mikils virði. Jeg skal játa, að það er ef til vill nokkuð hæft í þessu. En það er ekki lögunum að kenna, heldur þinginu. Ef þingið legði á annað borð rækt við þetta mál, gæti það vafalaust kipt því í viðunanlegra horf en nú er það í. Í sjálfu sjer er þessi íhlutunarrjettur þingsins um stjórn og rekstur bankans alls ekki lítils virði. Sönnun þess er það, að Íslandsbanki óskar að losna við hann á þennan hátt.

Fimta skilyrðið er, að bankaráðið megi halda aukafundi erlendis, er sjerstaklega stendur á. Meiri hlutinn telur þetta skilyrði lítils vert, er öll hin eru á undan gengin.

Jeg skal svo ekki að svo komnu fara fleiri orðum um þessi skilyrði, sem sett eru af hálfu Íslandsbanka, en víkja nokkrum orðum að áliti bankastjóra Landsbankans á þessu máli. Fjárhagsnefndin hefir rætt málið við bankastjórana á tveim fundum, og allítarlega, og skýrðist það mjög mikið undir þeim umræðum. Þau atriði, er þá komu fram í málinu, og skýringar, áttu ekki hvað minstan þátt í því, að meiri hluti nefndarinnar getur ekki mælt með frv. Skal það tekið fram til skýringar, að nefndin klofnaði ekki fyr en eftir að þessar umræður voru um garð gengnar. — Bankastjórnin leggur eindregið á móti málinu, og ber meiri hlutinn fult traust til þess, að hún sjái, hvað rjettast er að gera í þessu efni, og verður það að álítast óhyggilegt fyrir hv. Alþingi að ganga móti áliti hennar. Þá væri þingið svo gott sem að neyða þessum seðlaútgáfurjetti upp á Landsbankann, án vilja bankastjóranna. Í viðtali sínu við fjárhagsnefnd tók bankastjórnin það fram, að viðskifti öll út á við væru nú allmikið ískyggilegri en þau hefðu verið um það bil, er samningarnir stóðu yfir við Íslandsbanka í vetur. Þess vegna áleit hún mjög viðsjárvert fyrir Landsbankann að taka nú á sig þá áhættu og ábyrgð, er af þessum breytingum hljóta að leiða.

Í sambandi við þetta vill meiri hlutinn taka það fram, að hann telur það miklu skifta, að stefnt sje í þá átt, að gera Íslandsbanka að þjóðlegri stofnun, — að hann vinni og starfi á þá lund, sem þjóð og landi er til mestrar nytsemdar. En þessi breyting, sem hjer er ráðgerð, miðar ekki að því. Þvert á móti leiðir hún til þess, að gera bankann útlendan í hugsun og framkvæmdum. Breytingin beinir honum inn á þá braut. Hvort bankinn fer hana eða ekki, það verður framtíðin að sýna, ef þetta frv. verður samþ.

Að svo komnu sje jeg ekki ástæðu til að fara fleiri orðum um þetta mál, en vil að lokum leggja það til, að frv. þetta verði afgreitt með þeirri rökstuddu dagskrá, sem meiri hluti fjárhagsnefndar flytur, á þgskj. 330.