01.08.1919
Neðri deild: 23. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 137 í C-deild Alþingistíðinda. (2899)

106. mál, sóttvarnaráð

Frsm. (Þorleifur Jónsson):

Jeg þarf ekki að svara miklu fyrir nefndina, því að það hefir ekki verið ráðist á frv. Umræðumar hafa hnigið að öðru, eða tildrögum málsins, sýkinni miklu og afskiftum landlæknis og stjórnarinnar af henni. Okkur ber ekki mikið á milli, mjer og hv. þm. Borgf. (P. O.). Hann viðurkendi, að það væri trygging í frv., eins og nú stæðu sakir. Jeg verð að álíta, að altaf sje trygging í tveim mönnum til stuðnings landlækni og stjórninni. Viðvíkjandi sóttvörnum er ekki lítið í það varið, að þeir, sem um þær fjalla, geti gert sjer ljósa grein fyrir sóttkveikjunni. Við höfum einmitt mann, sem hefir sjerþekkingu í þeirri grein, og væri það vel fallið, að hann ætti sæti í þessu sóttvarnaráði.

Ræða háttv. þm. V. Sk. (G Sv.) vjek að annari hlið málsins en þeirri, sem nefndin hefir tekið til athugunar. — Nefndin áleit sjer þetta atriði óviðkomandi að því leyti, að hún er engin rannsóknarnefnd. Samkvæmt því, er kom fram frá hv. þm. (G. Sv.), hefði verið rjettara að koma með till. um að skipa sjerstaka nefnd til að rannsaka þær ákærur, er bornar eru á landlækni, út af ráðstöfunum hans gegn kvefpestinni. En hann gat ekki ætlast til, að þessi nefnd tæki það upp ótilkvödd; henni var að eins ætlað fjalla um frv. stjórnarinnar um heilbrigðisráð, sem hún hefir og gert. Mjer skilst, að hv. þm. (G. Sv.) álíti bót að þessu frv., þó að hann að vísu segði, að slæmt væri að dreifa ábyrgðinni. En þessir 2 menn hafa líka ábyrgð, og það er ætlast til, að þeir hafi góða sjerþekkingu, svo að líklegt er, að betur verði ráðið fram úr sóttvarnarmálum en áður. Stjórnin getur líka heimtað eftirrit úr gerðabók ráðsins, og þannig er fengin vissa fyrir því, að ekkert verður afráðið nema það, sem 2 sjerfróðir menn leggja til. Að öðru leyti ætla jeg ekki að fara fleiri orðum um frv., því að ekkert hefir verið á það ráðist. Rannsóknina hefir nefndin leitt hjá sjer Henni hefir ekki verið falið að rannsaka, enda hefði það tekið ærinn tíma; orðið að leita upplýsinga lækna úti um landið, og annara, sem við málið eru riðnir. Um landlækni skal jeg ekkert segja. Jeg er ekki nægilega kunnugur málinu til að geta kveðið upp ákveðinn dóm, en þó margir álíti, að honum hafi tekist óhöndulega, þá virðist hann þó hafa allmikið fylgi, og það eru ýmsir læknar víst, sem álita, að eigi sje hægt að sakfella hann út af þessu drepsóttarmáli.

Að endingu vænti jeg þess, að málið fái að ganga til 2. umr.