28.07.1919
Efri deild: 16. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 162 í C-deild Alþingistíðinda. (2918)

73. mál, bifreiðar

Frsm. (Guðjón Guðlaugsson):

Það ætti ekki að þurfa að endurtaka það, að aðstaðan er alt önnur um einkabíl en leigubíl. Í fyrsta lagi er einkabíllinn notaður sjaldan, og í öðru lagi er hann mest notaður utan bæjarins, og þar er hættan miklu minni.

Hvað það snertir, að bifreiðareigandinn bjóði öðrum með sjer, þá sje jeg ekkert á móti því, og það er þessu óviðkomandi með öllu, en tiltölulega sjaldan eru slík boð, því oftast munu þeir fara með fjölskyldu sína, og bifreiðin rúmar sjaldnast meira, og oft ekki hana alla.

Jeg fæ því ekki skilið háttv. þm. Snæf. (H. St), þar sem hann vill færa aldurstakmarkið fyrir alla niður í 18 ár. Hann er sýnilega í mótsögn við sjálfan sig. Jeg vona því, að háttv. deild samþykki frv.