08.08.1919
Neðri deild: 28. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 170 í C-deild Alþingistíðinda. (2942)

73. mál, bifreiðar

Pjetur Jónsson:

Því hefði mig aldrei órað fyrir, að farið væri að gera þetta mál að kappsmáli; mjer finst það ekki þess vert. Það held jeg nú samt, að jeg greiði atkv. með frv., en á móti brtt. Jeg get ekki felt mig við þessa bannstefnu, sem sumir þingmenn vilja keyra fram hvar sem er. Auk þess er í vændum hár tollur á bifreiðarnar, og get jeg ekki talið rjett að tolla fyrst allar bifreiðar einstakra manna, og gera þeim svo í ofanálag erfiðleika um stjórn þeirra. Auk þess skil jeg ekki þá, sem vilja taka þá stefnu í öllum málum, að löggjafarvaldið eigi að fara að sletta sjer fram í fjölskyldumál manna. Trúi jeg flestum fjölskyldufeðrum betur fyrir heimilisfólki sínu heldur en hinu opinbera.