23.08.1919
Neðri deild: 43. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 232 í C-deild Alþingistíðinda. (2969)

83. mál, hvíldartími háseta

Pjetur Jónsson:

Þó að jeg sje eindregið með meiri hl. í þessu máli, hefir mjer dottið í hug að koma með ofurlítið öðruvísi orðaða dagskrártill., sem jeg vil leyfa mjer að lesa upp:

„Með því að deildin telur eigi að svo komnu nauðsyn til, að löggjafarvaldið hlutist til um það samband á milli vinnuveitenda og vinnuþiggjenda, sem frv. fjallar um, tekur hún fyrir næsta mál á dagskrá.“

Jeg þarf ekki að lýsa minni skoðun; hún er mjög sú sama og lýst er í nál. meiri hl. Viðvíkjandi öllu skrafinu um heilsuspilli af því, að menn verða oft að leggja hart að sjer við vinnu hjer á landi, eins og allir vita, skal jeg lýsa því yfir, að það skraf tel jeg fremur til ills en góðs.