10.09.1919
Neðri deild: 60. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 260 í C-deild Alþingistíðinda. (2997)

56. mál, skipun læknishéraða o.fl. (Árnessýsla)

Frsm. minni hl. (Einar Arnórsson):

Jeg skal taka það fram aftur, að hefði svo farið, að nefndin hefði öll orðið sammála um að geyma öll þessi læknafrv., þá getur vel verið, að jeg hefði ekki sjeð mjer fært að halda þessu frv. til streitu. En úr því að meiri hl. nefndarinnar tekur þann upp, að mæla með frv., sem að mínu áliti eiga minni rjett á sjer en þetta, er auðvitað ekki því að heilsa. Þá hlýt jeg að halda mínu frv. fast fram.

Það var rjett hjá hv. frsm. meiri hl. (P. O.), að jeg dæmi um umrenningana af eigin reynd, því að jeg hefi sjálfur sjeð samsýslunga mína taka vel á móti ýmsum umrenningum. Veit jeg, að hv. þm. Borgf. (P. O.) hefir reynt það sama á ferðalagi sínu um sýsluna.