23.07.1919
Neðri deild: 14. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 279 í C-deild Alþingistíðinda. (3016)

75. mál, bifreiðaskattur

Frsm. (Magnús Guðmundsson):

Jeg get tekið undir með háttv. 1. þm. Reykv. (J. B.), að jeg bjóst við brtt. við frv. þetta. En til þess er nægur tími enn. En jeg vil skjóta þeirri athugasemd til hv. þm. að fara hóglega í brtt. sínum, svo að till. fjárhagsnefndar verði ekki að engu. Frv. er fram komið í því skyni að auka tekjur landssjóðs, og slíkur skattur er alls ekki einstakur í sinni röð. Slíkur skattur er á sumum öðrum samgöngutækjum; t. d. er dálítill skattur á skipum, og nefndinni hefir komið til hugar að flytja frv. um lestagjald af þeim. Og vel gæti komið til mála að leggja skatt á farseðla. Á hestum hvílir og dálítill skattur. Skattur á bifreiðum er því ekkert einstakt nýmæli.