23.07.1919
Neðri deild: 14. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 280 í C-deild Alþingistíðinda. (3018)

75. mál, bifreiðaskattur

Frsm. (Magnús Guðmundsson):

Jeg leyfi mjer að benda háttv. þm. S.-Þ. (P. J.) á, að engin líkindi eru til, að bifreiðaeigendur borgi bifreiðaskattinn úr eigin vasa, heldur mun hann leggjast á bifreiðanotendurna. Það mætti rannsaka, hvort bifreiðaakstur mundi borga sig með þeim taxta, sem nú er, eftir að skatturinn væri lagður á þær, og ef svo sýndist eigi vera, þá lægi beint við að hækka flutningsgjaldið. En varla mun þurfa að óttast, að bifreiðar yrðu seldar úr landi, þótt skattur yrði lagður á þær. Tíu króna skattur á bifreið á ári nemur svo litlu, að betra er að láta málið falla niður með með öllu en að hafa skattinn eigi hærri en það.