28.07.1919
Efri deild: 16. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 618 í B-deild Alþingistíðinda. (303)

33. mál, tollalög

Kristinn Daníelsson:

Jeg er sammála hv. 2. þm. Húnv. (G. Ó.) um það, að tollur á tóbaki sje orðinn nokkuð hár. — Tóbak má segja að sje nauðsynjavara, sem notuð er jafnt af fátækum sem ríkum. — En þar sem nefndin kom ekki með neina brtt., kom jeg ekki með neina sjálfur, en áskil mjer rjett til að geta komið með brtt. við 3. umr., og vænti fylgi nefndarinnar og ef til vill deildarinnar.

Vel gæti verið, að hv. Nd. breytti skoðun sinni, þegar hún sæi vilja Ed., og þó svo fari ekki, sje jeg ekkert á móti því að deild þessi láti í ljós skoðun sína á málinu.

Hvað vínandanum viðvíkur, hygg jeg, að hann sje meira notaður til iðnaðar en eldsneytis og sje ekki betur en fara mætti einhvern milliveg.