31.07.1919
Efri deild: 19. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 296 í C-deild Alþingistíðinda. (3035)

75. mál, bifreiðaskattur

Atvinnumálaráðherra (S. J.):

Jeg hefi aldrei litið þetta frv. hýru auga og það af viðlíka ástæðum og þeim, sem færðar hafa verið fram af öðrum hv. þingdm. hjer í dag. En mjer hefir heyrst það á mönnum, að þeim þyki óþarfi að vísa frv. til nefndar. Það þykir mjer nokkuð harkaleg meðferð á frv. að athuga það ekki í nefnd, þar sem það er komið frá hv. Nd. og flutt af nefnd þar. Mætti ætlast til þess, að Nd. sýndi þessari deild þá virðingu, að drepa ekki nefndarlaust frv., er hjeðan væru komin, og ættum vjer þá að gera systurdeild vorri sömu skil.