31.07.1919
Efri deild: 19. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 297 í C-deild Alþingistíðinda. (3036)

75. mál, bifreiðaskattur

Magnús Torfason:

Gagnvart því, sem hæstv. atvinnumálaráðherra (S. J.) sagði, vil jeg geta þess, að hjer hafa mál gengið nefndarlaust í gegnum deildina, er komið hafa frá hv. Nd. Fjárhagsnefnd, eða meiri hl. hennar, hefir athugað málið það vel, að hann þykist ekki þurfa lengri tíma til að átta sig á því. Jeg sje því alls ekki, að harkalega sje farið með frv., þó að því sje ekki vísað til nefndar; það getur enda vel farið svo, að það fái að ganga í gegnum deildina.