05.09.1919
Efri deild: 49. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 313 í C-deild Alþingistíðinda. (3053)

75. mál, bifreiðaskattur

Frsm. meiri hl. (Guðmundur Ólafsson):

Þetta frv. var tekið hjer síðast út af dagskrá, eftir tilmælum fjárhagsnefndar, og var það gert vegna þess, að orðalag 2. gr. þótti óskýrt.

Meiri hl. hefir síðan athugað orðalag greinarinnar og finst, að það þurfi ekki að valda neinum misskilningi, og það lítur út fyrir, að hv. þm. sjeu oss samdóma um það, því þeir hafa ekki borið fram neina brtt. Jeg vænti því, að frv. verði samþ.