05.09.1919
Efri deild: 49. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 315 í C-deild Alþingistíðinda. (3055)

75. mál, bifreiðaskattur

Halldór Steinsson:

Það er misskilningur, að um nokkurn snúning hafi verið að ræða hjá mjer. Jeg tók það fram í byrjun, að jeg væri í vafa um, hvort skattur þessi væri hæfilega hátt settur, en eftir upplýsingum þeim, er jeg fjekk, get jeg fallist á skattinn, þegar hann er lækkaður, eins og brtt. gerir.

Jeg gat þess, að eftir þessum upplýsingum hefðu bifreiðaeigendur um 20 þús. kr. brúttó-árstekjur, eða nettó 12–14 þús. kr. á ári, og þegar á það er litið, er þessi skattur alls ekki ósanngjarn.

Hv. 4. landsk. þm. (G. G.) vildi tala um Gróusögur í þessu sambandi, en ræða hans, sem var óþarflega löng, var miklu fremur krydduð slíkum sögum.

Besta sönnunin fyrir því, að ekki er tap á bifreiðunum, er það, hversu mikið flyst hingað af þeim. Það þarf í rauninni ekki frekar vitnanna við um það.