05.09.1919
Efri deild: 49. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 316 í C-deild Alþingistíðinda. (3057)

75. mál, bifreiðaskattur

Guðjón Guðlaugsson:

Sögusögn hv. þm. Snæf. (H. St.) um 20 þús. kr. brúttótekjurnar mun væntanlega eiga við þann mann, er hefir fimm bifreiðar í förum, og er það ekki mikið, þótt hann hafi að meðaltali rúmar 3000 kr. af hverri bifreið, svo það ber þá að sama brunni með upplýsingar þessa hv. þm. (H. St.) og það, sem jeg sagði; ágóðinn er ekki mikill.

Annars ætti helst að fara um þetta eftir því, hvern tekjuskatt mennirnir hafa gefið upp eða skattanefnd áætlað á þá; hún mun fremur áætla of vel en of lágt. Það væri þó einhver sæmilegur grundvöllur að byggja á, en jeg er sannfærður um, að það mundi styðja mitt mál.