28.07.1919
Efri deild: 16. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 624 í B-deild Alþingistíðinda. (311)

33. mál, tollalög

Frsm. (Guðmundur Ólafsson):

Jeg skildi illa þau orð hv. þm. Ak. (M. K.), sem lutu að því, að jeg hefði verið að reyna til að vera fyndinn. Jeg hefi að eins haldið því fram, að nefndin hefði ástæðu til að halda, að suðuspritt væri notað óhóflega, og þess vegna væri sanngjarnt að tolla það. Hv. þm. Ak. (M. K.) kallaði það kák að tolla suðuspritt, en ekki hármeðul. Jeg hefði ekkert á móti því, að þau væru tolluð. Jeg væri hv. þm. Ak, (M. K.) þakklátur, ef hann kæmi fram með brtt. um það við 3. umr.

Hv. þm. Snæf. (H. St.) fræddi hv. deild um það að suðuspritt væri ekki notað á kompása, en hv. þm. Ak. (M. K.) gaf þær upplýsingar, að svo væri þó en jeg hygg, að það sje ekki rjett.