20.09.1919
Efri deild: 61. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 510 í C-deild Alþingistíðinda. (3194)

155. mál, vörutollur

Frsm. (Magnús Torfason):

Fyrst vil jeg svara hv. þm. Snæf. (H. St.). Hann ætlaði auðsjáanlega að ná sjer niðri á mjer. En það brást nú. Jeg sagði sem sje ekkert um afstöðu nefndarinnar sjálfrar, heldur að eins hitt, að hún hefði viljað bíða með það, þangað til að hún heyrði álit deildarinnar, eins og stendur í nefndarálitinu.

Annars skal jeg geta þess fyrir mitt leyti, að jeg er sannfærður um það, að ef við fellum hitt frv., þá flýgur þetta í gegn í hv. Nd., því sú hv. deild hefir reynst alæta á allar skattahækkanir, og gleypir svo að segja alt þess kyns, sem að henni er rjett og eitthvað lyktar af skattaauka. Og hæstv. fjármálaráðherra (S. E.) á að þessu leyti fremur heima í hv. Nd. en hjer í þessari deild.

Jeg vil að síðustu minna á, að hæstv. fjármálaráðherra (S. E.) hefir lýst yfir, að breytingarnar, sem gerðar eru í frv., sjeu sjálfsagðar.