22.09.1919
Efri deild: 62. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 513 í C-deild Alþingistíðinda. (3198)

155. mál, vörutollur

Frsm. (Magnús Torfason):

Eins og hv. þm. sjá, á jeg nokkrar brtt. Ganga þær í þá átt að hækka grunntölurnar:

1. fl. úr 10 upp í 25 au. = 150%

2.— — 25 — — 60 — = 140—

3.— — 60 — — 200—

eða rúmlega þrefaldað. Ástæðan er sú, að vefnaður og fatnaður er svo ljett í vigt, að skatturinn er lítill í samanburði við verðið. Frá verðskatta sjónarmiði sjeð er þessi skattur tiltölulega mjög lágr. 4. liður hækkar um 150%, eins og 1. liður. Út af athugasemdum við síðustu umr. get jeg ekki sjeð neitt á móti því, að hafa kol og salt í vörutollslögunum áfram, þar sem salttollurinn getur fallið áður en þessi lög ganga úr gildi.

5. liður hækkar úr 3 upp í 8, eða ca. 166%.

Mjer finst ekki við eiga að hækka hann upp í 7½ vegna útreikningsins.

6. liður eða ruslliðurinn hækkar úr 20 upp í 50, eða um 150%.

Með öðrum orðum er hjer farið miðja vega milli till. stjórnarinnar og þess, sem áður var, og þó heldur frekar. Býst jeg við, að aukinn skattur af farþegabifreiðunum vegi upp á móti því, ef 2. liður verður samþ.

En 3 liður hækkar svo mikið, að hann gefur meira en 90%; jeg get til, að það verði 160%.

Jeg skal nú ekki hafa fleiri orð um þetta, en hygg, að ef samþ. verður, muni ekki verða ver frá fjármálunum gengið en á undanförnum þingum, t. d. 1917.