30.07.1919
Efri deild: 18. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 630 í B-deild Alþingistíðinda. (320)

33. mál, tollalög

Fjármálaráðherra (S. E.):

Það var ekki skoðun mín, að um villu frá nefndarinnar hálfu væri að ræða. En vilji hv. þm. Ak. (M. K.) kemur ekki rjettilega fram eins og brtt. eru orðaðar. Hann ætlast til, að tollurinn sje 2 kr. af suðuspritti, en af ilmvötnum 4 kr. Það er ekkert við brtt. að athuga frá sjónarmiði hv. nefndar, heldur frá mínu sjónarmiði og hv. þm. Ak. (M. K.).