22.09.1919
Efri deild: 62. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 516 í C-deild Alþingistíðinda. (3203)

155. mál, vörutollur

Fjármálaráðherra (S. E.):

Jeg þarf ekki að svara hv. þm. Ísaf. (M.T.) miklu. Breytingar þær, sem hann gerir á flokkuninni sjálfri, í frv. hans, eins og það kom fram í byrjun, skifti frá mínu sjónarmiði ekki miklu máli, en gátu orðið til þess, að ekkert samkomulag fengist um vörutollshækkun, og ekki síst miða till. hans um mismunandi skatthækkun á flokkunum í þessa átt. Það, sem jeg legg aðaláhersluna á, er það, að hækkunin nái fram að ganga, svo tekjur ríkisins aukist, eins og jeg hefi margsýnt fram á áður í þessari hv. deild, að nauðsynlegt er. Einfaldast er því að samþ. frv. stjórnarinnar, en láta fleyginn fara veg allrar veraldar.