04.08.1919
Neðri deild: 24. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 639 í B-deild Alþingistíðinda. (335)

33. mál, tollalög

Gísli Sveinsson:

Mjer kemur það kynlega fyrir, hversu háttv. nefnd reynist ósanngjörn, að hún skuli láta frsm. lýsa yfir því, að hún sje á móti till., þar sem hún hefir ekki til taks nein frambærileg rök fyrir máli sínu. Jeg álít það vera móðgun við hv. Ed., sem jeg hygg að hún uni illa, að gera henni þær getsakir, að hún bani öllu málinu, þótt hjer yrði á ger þessi litla breyting. Lögum samkvæmt á Nd. aðalatkvæðið um fjármál og skattamál, og þó að Ed. samþykki stundum ekki till. hennar, þá sje jeg enga ástæðu til að ætla, að hún láti slíkt frv. sem þetta stranda á svona lítilfjörlegu atriði. Jeg tel getsakir hv. frsm. (E. Árna.) í garð Ed. algerlega órjettmætar, og er hissa á, að hv. fjárhagsnefnd skuli leyfa sjer að ætla Ed. slíkt gerræði, sem fram kom í ræðu frsm.