04.08.1919
Neðri deild: 24. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 640 í B-deild Alþingistíðinda. (337)

33. mál, tollalög

Björn R. Stefánsson:

Fyrst farið er að bera fram skriflegar brtt., þá ætla jeg að koma hjer með eina. Hún er við brtt. 236 og er svo hljóðandi:

1. Við 2. lið. „Rúsínur og sveskjur“ falli burt.

2. Við sama lið. Fyrir „kr. 0.25 komi: kr. 0.40.

Jeg hefi minst á þetta áður. Ef brtt. hv. þm. V-Sk. (G. Sv.) verður samþykt fyrst, þá þurfa menn ekki að óttast afleiðingarnar af að samþykkja mína brtt. á eftir. Sú ástæða er þá fallin burtu, að ekki megi samþykkja till. mína af ótta við Ed., því frv. fer til Ed. hvort sem er ef brtt. hv. þm. V.-Sk. verður samþykt.