12.09.1919
Neðri deild: 62. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 913 í C-deild Alþingistíðinda. (3443)

148. mál, stofnun verslunarskóla Íslands

Pjetur Jónsson:

Hv. þm. N.-Ísf. (M. Ó.) fór fram á, að jeg svaraði nokkrum spurningum, sem hann lagði fyrir mig. Nú skal jeg leitast við að upplýsa málið frá mínu sjónarmiði, og vona jeg, að spurningunum verði þá svarað um leið.

Það er eins um þessa skólahugmynd og flestar aðrar nýjar hugmyndir, að menn verða að sætta sig við, að þær komist ekki í framkvæmd jafnskjótt sem þær vakna; og þessi hugmynd, að stofna ríkisskóla handa verslunarstjettinni, er tiltölulega ný hjer á þingi. Jeg er nú orðinn vanur við að verða að geyma ýmsar hugmyndir mínar svo árum og jafnvel tugum ára skiftir, og jeg kippi mjer því ekki upp við, þótt þessi hugmynd verði að bíða um hríð, nje tel hana dauðadæmda fyrir það. — Jeg tel, að þessi skólastofnun eigi ekki að ganga fyrir umbótum á ýmsum öðrum skólastofnunum, sem ekki hefir verið fje fyrir hendi að bæla, nje heldur ganga fyrir stofnun sumra annara skóla, sem þörf er á að upp komi, t. d. húsmæðraskólans, nje unglingaskóla í hjeruðum, sem um mörg ár hefir verið að bisa við að koma upp, en enn eru skamt á veg komnir. Þannig hefir um allmörg ár verið barist við að koma upp unglingaskóla í Þingeyjarsýslu, og hann er ófenginn enn; sama er að segja um unglingaskóla hjer á Suðurlandsundirlendinu. Jeg álít, að þessir skólar eigi frekar en hitt að ganga á undan þessum verslunarskóla, en ef hægt er að taka bann með, þá er það gott og blessað. Mjer þykir ekki rjett, að þetta verslunarskólamál sje slitið úr samhengi við hin skólamálin; þau þurfa að takast til athugunar öll saman í einu. Þegar jeg er spurður að því, af hverju jeg álíti, að okkur liggi ekki mjög á að koma upp verslunarskóla þessum, þá svara jeg því þannig, að það sje ekki af því, að jeg telji, að við getum verið án verslunarþekkingar, heldur af því, að við höfum „privat“-stofnanir hjer á landi, sem geta nokkurn veginn fullnægt þörfum okkar í bráð. Jeg lít svo á, að aðstandendur verslunarskóla okkar hafi betri peningaráð til að styrkja þá og halda þeim uppi en t. d. sýslur eða hjeruð til að styrkja unglinga- og húsmæðraskóla, og því eigi verslunarskóli ekki að sitja í fyrirrúmi fyrir hjeraðaskólum þeim, sem jeg hefi nefnt. Það er ekki heldur loku fyrir skotið, að unt sje að bæta skóla þessa og fullkomna, þótt eigi sje bætt við miklu fje til þeirra úr landssjóði. Jeg get gefið góða von um, að fyrst samband kaupfjelaganna hefir tekið að sjer samvinnuskólann, þá muni það ekki horfa í fje til að bæta hann og efla. Þeir, sem þurfa að afla sjer meiri þekkingar í verslunarfræðum en þessir tveir skólar geta veitt, munu og að jafnaði hafa betri ráð á að fara til útlanda, til að menta sig þar áfram, heldur en þorri þeirra, sem í hina skólana ganga, enda eiga þeir í vændum arðvænni stöður oft og tíðum. Það má og gera ráð fyrir, að verslunarmenn fái á þennan hátt hagfeldari verslunarfróðleik heldur en við að ganga eingöngu í verslunar-„akademi“ hjer á landi, því að við utanförina gefst þeim betri kostur á að kynnast verslunarhátt um erlendis og viðskifialífi þar. Það sýnist því ekki vera jafnbrýn nauðsyn á að stofna hjer þennan ríkisverslunarskóla eins og meiri hl. nefndarinnar finst það vera. Þetta gerir það að verkum, að jeg álít það ekki sjerlega hættulegt, eða að stóru tjóni, þótt framkvæmd hugmyndar þessarar sje látin bíða enn um stund. Hv. þm. (M. Ó.) mintist á kostnaðinn við ríkisskólann og hjelt, að hann mundi jafnvel verða minni en styrkurinn til hinna tveggja skóla. En ef miðað er við það, sem þeim er nú ætlað báðum til samans, sem er 16000 krónur á ári, þá er jeg hræddur um, að hv. þm. (M. Ó.) fari nokkuð villur vegar. Eftir till. nefndarinnar er föstu kennurunum við ríkisskólann ætlað í laun 11000 kr. á ári; við það bætist svo tímakensla, húsnæði, ljós, hiti o. fl. Þarf ekki annað en að benda á þetta, til þess að sjá, að ódýrari verður skóli þessi ekki, heldur þvert á móti. — Á þá tvo skóla, sem nú eru til, má gera ráð fyrir að gangi að minsta kosti hundrað manns. En hinn nýi skóli mun ekki geta tekið við jafnmörgum nemendum, nje heldur fá svo marga; það er ekki heldur rjett að ætlast til, að hann taki við svo mörgum. Jeg mintist á það við 1. umr., að það mundi verða fráfælandi fyrir ýmsa, er nú sækja verslunarskóla, og þeirra líka, að ganga í hann nýja skóla, þar sem þeir, að fengnu gagnfræðaprófi, þyrftu að bæta við þrem námsárum í verslunarskólanum, því að alkunnngt er, að það er alt annað en ódýrt að dvelja hjer í Reykjavík. Auk þessa getur þessi skóli ekki komið í staðinn fyrir þá tvo verslunarskóla, sem nú eru hjer, að því leyti, að hann nær ekki niður til þeirra, sem lítinn tíma og fje hafa til að gefa sig við verslunamámi. Nær hann því ekki því augnamiði, að veita allri verslunarstjettinni undirbúningsmentun.

Það hefir sýnt sig í Danmörku, að auk verslunar-„akademisins“ hefir verið þörf á að halda uppi kvöldskólum handa verslunarmönnum. Jeg veit heldur ekki til, að í öðrum löndum sjeu til ríkisskólar handa verslunarmönnum, heldur haldi einstakir menn, eða fjelög, uppi slíkum skólum, flestum að vísu með styrk frá ríkinu eða bæjum. Sama fyrirkomulag hygg jeg og að best mundi gefast hjer.

Jeg sagði, að hinn fyrirhugaði ríkisskóli mundi ekki fyllilega fullnægja tilgangi samvinnuskólans. Því til sönnunar leyfi jeg mjer að hafa upp kafla úr umsókninni til þingsins um styrk handa samvinnuskólanum. í henni segir svo:

„Verkefnið er ekki eingöngu að gera nemendur færa um verslunarstörf samvinnufjelaganna, heldur jafnframt, og engu síður, að vekja þá og inn ræta þeim samvinnufjelagsskap, kynna þeim eðli hans og köllun og sögu hans, bæði erlendis og hjer heima; gera þeim ljós frumtök hans og hagnýt skilyrði, svo að sem flestir þeirra verði einnig færir um að gerast stofnendur eða leiðandi menn í slíkum fjelagsskap.“

Þetta er það, sem við samvinnumenn meinum, og niður við þetta getur enginn ríkisskóli lagt sig eins ítarlega og samvinnuskóli, og menn munu varla fá traust á honum til þess. Jeg sje ekki heldur neina þörf á því, að losa okkur samvinnumenn til fulls við þann áböggul, sem skóli okkar á að vera okkur; við kærum okkur ekkert um það.

Þá skal jeg nefna, hverja þörf samvinnumenn telja á skóla þessum. Við þurfum forstöðumenn fyrir sambönd samvinnufjelaganna og fyrir skrifstofur þeirra innanlands og utan. Þessir menn þurfa að standa á sporði hverjum öðrum kaupsýslumönnum að fróðleik og sjermentun. Að því leyti ætti hinn fyrirhugaði ríkisskóli að geta komið þeim að góðu haldi. Eigi að síður mundu þessir menn þó þurfa að fara utan til að kynnast betur verslunarmálum en kostur er á hjer heima, á hvaða skóla sem er.

Þá eru líka nokkurn veginn upptaldir þeir samvinnumenn, sem þurfa mundu að fara í skóla slíkan sem þann, er frv. gerir ráð fyrir. Ætlunarverk samvinnufjelaganna er að koma á stórum verslunarsamböndum, og þurfa þeir, sem við þau vinna, að halda á fullkominni verslunarþekkingu. En svo fullkomna verslunarþekkingu þurfa þeir ekki að hafa til brunns að bera, sem standa fyrir smáfjelögum innan sambandanna. Handa þeim mönnum á samvinnuskólinn að vera; hann á að veita þeim nokkra undirstöðuþekkingu í verslunarfræðum, og þar á meðal í reikningsfærslu og bókfærslu, en jafnframt að kynna þeim eðli, tilgang og rekstur samvinnufjelagsskaparins. En það er líka gert ráð fyrir, að leiðandi menn í sveitum og sjávarþorpum leiti skóla þessa, til þess að þeir á síðan verði færir um að efla samvinnufjelagsskapinn heima hjá sjer, læri að meta hann rjett, byggja hann á rjettum frumtökum, og að stjórna honum. Niðurstaða mín verður því þessi, að hinn nýi skóli geti ekki leyst af hólmi samvinnuskóla okkar, nje heldur núverandi verslunar skóla, til fulls, heldur þurfi að minsta kosti að vera kveldskóli jafnhliða honum, handa þeim, sem vilja og þurfa að afla sjer dálítillar verslunarfræðslu og vilja kynna sjer undirstöðuatriði alls kaupskapar og kaupfjelagsskapar.

Þá er að minnast á frestun skólastofnunarinnar. Jeg ætlast til þess, að áður en ráðist er í að stofna skólann sje málið tekið til alvarlegrar íhugunar ásamt öðrum skólamálum, samkvæmt þingsályktun um skólamálin, sem nýlega er samþykt, og þannig undirbúið sem best, áður en lengra sje farið.

Leyfi jeg mjer því að koma fram með rökstudda dagskrá, sem fer í þá átt, og bið forseta að bera hana undir atkv., að loknum umr. Vona jeg, að hv. þingdm. gefi henni atkv. sitt.